*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 1. nóvember 2011 08:42

Danske bank segir upp fólki

Ætla að fækka starfsfólki um tvö þúsund á næstu þremur árum.

Ritstjórn

Danske bank tilkynnti í morgun að hann hyggðist grípa til viðamikilla aðhaldsaðgerða sem m.a. felast í uppsögnum tvö þúsund starfsmanna á næstu þremur árum. Danske bank telur að aðgerðirnar geti verið að hluta til að eðlilegum orsökum, þ.e. að starfslok verði að hálfu starfsmannana sjálfra eða þeir komi til með að fara á ellilífeyri. Hátt í 22.000 starfa hjá Danske bank í dag.

Rekstur bankans hefur gengið erfiðlega undanfarið og þarf að skera niður kostnað um 10% í heildina.

Uppgjör bankans fyrr á árinu var sagt í samræmi við áætlanir bankans en var þó undir væntingum sérfræðinga og í kjölfarið lækkuðu hlutabréf í bankanum. 

Stikkorð: Danske Bank Uppsagnir