Eilítil styrking íslensku krónunnar í kjölfar þess að Seðlabankinn tilkynnt um að hann hygðist halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,75%, líkt og flestir markaðsaðilar gerðu ráð fyrir, gæti verið gott tækifæri til þess að byggja upp skortstöðu gagnvart íslensku krónunni, að mati Danske Bank.

Spretturinn sem krónan tók, sýnir að einhverjir gjaldeyrismiðlarar höfðu vonast eftir stýrivaxtalækkun, en Danske Bank telur að krónan fari aftur í veikingarfasa bráðlega, að því er fram kemur í frétt Dow Jones fréttaveitunnar.