Danske Bank, annar stærsti bankinn á Norðurlöndum, hagnaðist fyrir skatta um 4.223 milljónir danskra króna, jafnvirði 54,6 milljarða, á fjórða ársfjórðungi. Í Hálf fréttum Kaupþings segir að meðalspá greinenda hafði hljóðað upp á 4.595 milljónir DK. Frávikið skýrist einkum af hærri rekstrarkostnaði og nærri því tvöfalt meiri útlánatöpum. Á það ber þó að líta að hagnaður eftir skatta var 5% yfir meðalspánni. Fyrir árið í heild skilaði Danske Bank 14,87 milljörðum DK. í hagnað, þar af 19,3 milljörðum fyrir skatta.

Brugðist vel við markmiðum Stjórnendur bankans horfa nokkuð brattir fram á veginn. Þeir búast við því að hagnaður ársins í ár verði 0-7% meiri og verði 14,87-15,91 milljarðar DK. Reikna þeir með með 5-9% tekjuvexti á milli ára samanborið við spár markaðsaðila um 4% vöxt. Gengi bréfa í Danske Bank hafði hækkað 3% í dag á sama tíma og fjármálafyrirtæki voru almennt að lækka.