Danski pósturinn mun í nóvember taka niður tæplega 1.500 póstkassa vegna þess hve þeir eru illa nýttir. Í frétt Börsen kemur fram að á síðustu tíu árum hafi bréfum, sem pósturinn afgreiðir, fækkað um helming án þess að breyting hafi verið gerð á fjölda rauðu póstkassana, sem Danir þekkja svo vel.

Dreifingastjóri Post Danmark, Martin von Horsten, segir að fyrirtækið hafi grandskoðað hversu mörg bréf fari í gegnum hvern einasta póstkassa og hafi ákveðið að taka þá kassa út sem fæst bréf voru í og þar sem notendur gátu notað annan kassa, þótt lengra væri í hann.

Eftir breytinguna verða póstkassar í Danmörku 7.114 talsins.