Seðlabanki Danmerkur hefur selt allan hlut sinn í SAS flugfélaginu. Bankinn átti 1,4% hlut í flugfélaginu og er verðmæti hans um 77 milljónir norskra króna. Það samsvarar um 1,5 milljarði íslenskra króna.

„Við erum á þeirri skoðun að það sé ekki eðlilegt fyrir seðlabanka að eiga hlut í flugfélagi,“ segir Karsten Biltoft, hjá danska seðlabankanum, í samtali við norska vefinn e24 .

Upplýsingarnar um sölu Seðlabankans koma fram í tilkynningu frá SAS. Þar kemur líka fram að héðan í frá mun danski seðlabankinn ekki eiga fulltrúa í stjórn fyrirtækisins.