Fjármálaeftirlitið danska gaf Roskilde Bank frest til 29.ágúst til að verða sér út um nýtt fjármagn áður en félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Børsen greinir frá þessu í kvöld. Í tilkynningu frá Roskilde Bank í kvöld segir að danski seðlabankinn muni taka yfir bankann.

Ekki hefur reynst að finna auðvelt fyrir bankann að finna kaupanda, en Roskilde Bank hefur farið illa út úr verðlækkunum á dönskum húsnæðismarkaði. Ásamt seðlabankanum mun hópur einkafjárfesta taka þátt í yfirtökunni á bankanum. Verðið sem greitt verður fyrir allt hlutafé Roskilde Bank er 37,5 milljarðar danskra króna.

Eiginfjárstaða Roskilde Bank er nú neikvæð um 2,5 milljarða danskra króna. Því þarf fjárinnspýtingu upp á 4,5 milljarða danskra króna til að viðunandi eiginfjárhlutföll náist.

Forstjóri Roskilde Bank, Arne Wilhelmsson, mun láta af störfum.