Danskir útvegsmenn krefjast þess að stjórnvöld þar í landi og Evrópusambandið banni innflutning á fiski frá Noregi. Ástæðan er sú að allar samningaviðræður um sameiginlega stjórn fiskveiða sigldu í strand á laugardag.

Allt frá því á fimmtudag hafa Norðmenn og fulltrúar Evrópusambandsins í Skotlandi um aflamark á árinu í Norðursjó og Skagerrak. Eftir að samkomulagið hafði náðst tilkynntu Norðmenn hins vegar að þeir myndu einungis skrifa undir það þegar samkomulag hefði náðst um makrílveiðar í Norður- Atlantshafi. Að því gat Evrópusambandið ekki gengið.

Svend-Erik Andersen, formaður Samtaka danskra útvegsmanna, segir við Jyllands Posten að það sé algert hneyksli að Norðmenn setji þetta skilyrði.

Danski vefurinn epn.dk greinir frá þessu.