*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Erlent 27. september 2017 10:44

Danskt varðskip smíðað af N-Kóreumönnum

Sama skipasmíðastöð og smíðar nýjan Herjólf hefur tengsl við fyrirtæki sem fjármagnar kjarnorkuáætlun útlagaríkis.

Ritstjórn
Íbúar í Norður Kóreu komast alla jafna ekki úr landi, nema sendir sem verkamenn á vegur stjórnvalda.

Í gærkvöld var sýnd í danska ríkissjónvarpinu heimildarmynd þar sem staðhæft var að peningar danska ríkisins hefðu runnið til Norður-Kóreu og að verkamenn frá landinu hefðu smíðað varðskipið Lauge Koch.

Peningarnir voru sagðir hafa farið í gegnum Pólland, þar sem skipasmíðastöðin Crist í Gdynia er staðsett, til fyrirtækisins Rungrado, sem er í eigu yfirvalda í norður kóreska kommúnistaríkinu að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Fyrirtækið hefur tekið þátt í fjármögnun á kjarnorkuáætlunum alræðisríkisins með tekjum af verkamönnum sem sendir eru til annarra landa. Jafnframt virðist sem fjöldi norskra skipa séu smíðuð af norður kóreskum verkamönnum, en umrædd skipasmíðastöð smíðar nú nýjan Herjólf sem koma á hingað til lands á næsta ári.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is