Danskur fjárfestir hefur keypt hlut í íslenska fyrirtækinu Northern Lights Energy (NLE) fyrir eina milljón dala eða jafnvirði 115 milljóna íslenskra króna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.

Danski fjárfestirinn heitir Carl Nielsen og er eigandi Cleardrive í Danmörku og að sögn Gísla Gíslasonar, stjórnarformanns NLE, er ekki einungis um fjárfestingu að ræða heldur mun NLE og Cleardrive einnig taka upp samstarf á sviði rafbíla.

Stefna sé að því að NLE geti á næsta ári boðið upp á rafbíla sem myndu kosta svipað mikið og bensínbílar. NLE er ungt fyrirtæki og eitt helsta verkefni þess er rafbílavæðing Íslands.