Morten Bødskov hefur látið af störfum sem dómsmálaráðherra í Danmörku. Þetta staðfesti ráðuneytið í dag. Ákvörðunina tók hann eftir að hafa verið harðlega gagnrýndur í þrjá tíma í danska þinginu fyrir að hafa aflýst heimsókn til Kristjaníu í febrúar 2012. Frá þessu er greint á vef Politiken.

Dómsmálanefnd átti að heimsækja Kristjaníu á þeim tíma en leyniþjónusta Dana taldi heimsóknina of áhættusama. Bødskov sagði hinsvegar ekki rétt frá og sagði ástæðuna vera þá að lögreglustjórinn, Johan Reimann, kæmist ekki með. Þetta hefur verið harðlega gagnrýnt og þingmaður stjórnarflokksins Enhedslisten sagði ráðherrann ekki lengur njóta stuðning flokksins.