Kanadíski farsímaframleiðandinn BlackBerry tapaði 965 milljónum dala á öðrum ársfjórðungi. Þetta jafngildir rúmum 116 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar nam tap fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi í fyrra 229 milljónum dala. Tekjur drógust talsvert saman á milli ára. Þær námu 1,6 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi í ár samanborið við 2,9 milljarða á sama tíma í fyrra.

Bandaríski dagblaðið USA Today hefur upp úr tilkynningu frá BlackBerry að Thorsten Heins sé dapur yfir lélegur uppgjöri. Endurskipulagning hafi sett mark sitt á reksturinn og sala á nýjustu símum fyrirtækisins, BlackBerry 10, hafi verið hægari en vænst var. Hann bendir hins vegar á að fyrirtækið sé sterkt, eigi 2,6 milljarða dala af handbæru fé og skuldlaust að auki.