AMR, móðurfélag American Airlines, tilkynnti um tap á fyrsta fjórðungi í dag. Í uppgjörinu kom fram að eldsneytiskostnaður hefði hækkað um 48%. Reuters greinir frá þessu.

Tapið á fjórðungnum nam 328 milljónum dollara, en á sama tíma í fyrra nam hagnaður 81 milljón.

Tekjur félagsins jukust, eða fóru út 5,4 milljörðum dollara í 5,7 milljarða.

Fluggeirinn hefur reynt að mæta hækkandi eldneytisverði með því að hækka flugfargjöld og rukkun á eldneytiskostnaði. Þó hafa sérfræðingar sagt að þau komist tæplega upp með slíkt þar sem samdráttur í hagkerfinu mun líklega draga úr heildareftirspurn, og er fluggeirinn hvergi undanskilinn þar.

Hlutabréf í AMR lækkuðu um 37% í viðskiptum á fyrsta fjórðungi.