Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, segir að launahækkanir allra þar í landi verði að vera í samræmi við 2% verðbólgumarkmið stjórnvalda.

Darling segir að það sé allra hagur að halda verðbólgu niðri og að launaskrið gæti valdið miklum skaða. Verðbólga í Englandi var 3,3% í maí, en Englandsbanki hefur varað við því að hún kunni að fara upp í 4%.

Darling var spurður hvort fólk ætti að sætta sig við minni lífsgæði, þar sem launahækkanir héldu ekki í við verðbólgu, sagði Darling að það sé allra hagur að halda verðbólgu í skefjum.