Ákveðið var að halda vöxtum bankans óbreyttum en Már Guðmundsson Seðlabankastjóri segir að dregið hafi úr áhættu vegna fjármálakreppunnar í Evrópu en að bati innlendrar eftirspurnar sé hægari en spáð var í ágúst.

Vextir Seðlabanka Íslands verða eftir ákvörðunina sem hér segir:

  • Daglánavextir 6,75%
  • Vextir af lánum gegn veði til sjö daga 5,75%
  • Hámarksvextir á 28 daga innistæðubréfum 5,50%
  • Innlánsvextir 4,75%