*

föstudagur, 30. júlí 2021
Innlent 31. október 2014 21:20

Datamarket selt fyrir 1.440 milljónir króna

Bandaríska fyrirtækið Qlik hefur keypt allt hlutafé félagsins.

Ritstjórn
Hjálmar Gíslason stofnaði Datamarket.
Haraldur Jónasson

Bandaríska fyrirtækið  Qlik hefur keypt allt hlutafé í DataMarket ehf. Þetta tilkynntu bæði félögin í kvöld. Kaupverðið er á bilinu 11,8 - 13,5 milljónir Bandaríkjadala, eða 1.439-1.647 milljónir króna.

Qlik er skráð á Nasdaq og því ber félaginu að skila ítarlegum upplýsingum til bandaríska fjármálaeftirlitsins. Í skýrslu Qlik frá því í gær kemur kaupverð viðskiptanna fram.

Þar segir að kaupverðið geti hæst orðið 13,5 milljónir dala, en 1,7 milljón dala sé háð tilteknum fjárhagslegum markmiðum og markmiðum í þróun hugbúnaðar, eins og nánar sé getið um í kaupsamningnum.

Eigið fé Datamarket nam 44 milljónum króna í lok árs 2013. Félagið var stofnað árið 2008 og félagið hefur tapað 177,7 milljónum króna frá upphafi.

Eigendur í árslok 2013

Stærsti eigandi Datamarket í árslok 2013 var Frumtak, samlagssjóður í eigu stóru bankanna þriggja, stærstu lífeyrissjóða landsins og Nýsköpunarsjóðs.  Næst stærsti hluthafinn er einkahlutfélag Hjálmars Gíslasonar framkvæmdastjóra félagsins.

  • Frumtak slhf. 40,07% - Er í eigu stjóru bankanna, lífeyrissjóða og Nýsköpunarsjóðs.
  • Hg80 ehf. 26,83% - Er í eigu Hjálmars Gíslasonar
  • Investa Fjárfestingafélag ehf. 7,64% - Er m.a. í eigu Hilmar Gunnarsson fyrrverandi fjármálastjóra Oz í Kanada.
  • Meson Holding S.A. 5,69% - Er í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar fjárfestis og gjaldkera Samfylkingarinnar.
  • Frosti Sigurjónsson 4,05% - Frosti er alþingismaður Framsóknarflokksins.
  • Volta ehf. 2,86% - Er í eigu Kjartans Örn Ólafssonar.
  • S9 ehf. 2,65% - Er í eigu Margrétar Ásgeirsdóttur.
  • Títan Fjárfestingafélag ehf. 2,65% - Er í eigu Skúla Mogensen.
  • Örn Karlsson 2,56%
  • Gunnlaugur Þór Briem 2,55%
Stikkorð: Datamarket