Alþjóðlega hýsingarfyrirtækið Datapipe er fyrsta fyrirtækið sem gengur frá samningu um leigu í hýsingarmiðstöð Verne Global hér á landi. Frá þessu er greint á vefnum Data Center Knowledge en það mun vera lega landsins, hönnun miðstöðvarinnar og ódýr umhverfisvæn orka sem Datapipe sækist eftir.

„Verne Global hefur byggt upp sjálfbæra hýsingarmiðstöð sem gerir okkur kleift að fara inn á nýja markaði,“ segir Robb Allen, forstjóri Datapipe við DCK sem segir opnun hýsingarmiðstöðvarinnar vera mikilvægan áfanga fyrir Verne Global. Fyrirtækið hefur gengið í fararbroddi þeirra sem vilja markaðssetja Ísland sem land hýsingarmiðstöðvanna.

„VIð höfum kerfisbundið unnið að því að markaðssetja Ísland og kosti landsisn fyrir gagnahýsingu,“ segir Jeff Monroe forstjóri Verne Global og bætir við að iðnaðurinn haldi áfram að færa sig í áttina að vistvænni og sjálfbærri orkunotkun.