Vísindamenn við UCLA hafa fundið út að vín geti verið uppspretta æsku, a.m.k. fyrir lirfur orma í jarðvegi sem lifðu lengur með útþynntri etanólblöndu.

Karafla
Karafla
© vb.is (vb.is)

Fyrir þá sem leggja stund á „dauðadrykkju“ er því miður ekki víst að um góðar fréttir sé að ræða því frekari rannsókna er þörf auk þess sem styrkleiki blöndunnar var á við einn bjór útþynntan í baðkeri af vatni.

Svipaða sögu má segja af rannsókn frá háskólanum í Texas þess efnis að hófleg drykkja bæti minni í undirmeðvitund sem líklega eru slæmar fréttir fyrir þá sem drekka til að gleyma.