Gengi hlutabréfa Marel hækkaði um 0,75% í aðeins 9,8 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þetta var mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi bréfa Eimskips, sem hækkaði um 0,46% og fasteignafélagsins Regins, sem hækkaði um 0,09%.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Haga-samstæðunanr um 0,69% og Icelandair Group um 0,13%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,06% og endaði í 1.009,22 stigum. Heildarviðskipti með hlutabréf sem mynda vísitöluna nam aðeins tæpum 49 milljónum króna.