Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að Seðlabankinn hafi einungis í framhjáhlaupi fengið veður af umleitan Landsbanka eftir hraðameðferð frá breska fjármálaeftirlitinu til þess að koma IceSave undir breska lögsögu.

Hinsvegar hafi ekki legið fyrir að einungis þyrfti 200 milljóna punda tryggingu til að það gengi eftir eins og fram hefur komið í máli Björgólfs Thors Björgólfssonar.

Þetta kom fram í máli Davíðs á vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans í morgun.

Davíð segir Björgólf ekki hafa hafa setið fundina upp í Seðlabanka en miðað við þeirra gögn hafi spurningin frekar verið hvort 500-600 milljónir punda hefðu dugað fyrir Icesave sökum áhlaups á bankann.

Davíð sagði viðbrögð Björgólfs þó að vissu leyti eðlileg. „Það eru allir menn í miklu uppnámi og verið er að leita að skúrkum allsstaðar nema kannski í eigin ranni,“ sagði Davíð.