Davíð Oddsson segir í lok Reykjavíkurbréfs Sunnudagsmoggans að hann hafi um áraraðir setið undir miklum árásum vegna frumvarps um eftirlaun þingmanna sem Alþingi samþykkti í lok árs 2003.

Davíð, sem ritar Reykjavíkurbréfið, segir að bréfritari hafi allt fram til þessa stillt sig um að gera grein fyrir tilurð þessa máls og aðdraganda og mun enn um hríð stilla sig um það.

„En honum er þó nær óskiljanlegt að Geir H. Haarde hafi aldrei upplýst um tilurð málsins og hverjir höfðu að því allt frumkvæði, ekki síst eftir að SJS [Steingrímur J. Sigfússon] lagði á hann hendur í þingsal og þóttist svo árum síðar vera með brostið hjarta í brjóstinu eftir að hafa haft forystu um að draga „heiðursmanninn“ Geir H. Haarde fyrir landsdóm, fyrirbæri sem best á heima í Þjóðskjalasafninu og starfar eftir lögum sem sjálfur saksóknari Alþingis telur sig ekki geta brúkað," segir í Reykjavíkurbréfinu.