Davíð Oddsson, seðlabankastjóri sagði á morgunfundi Viðskiptaráðs í morgun að Seðlabankinn hefði margoft varað við því hversu alvarleg staðan var orðin í íslensku fjármálalífi.

Þá kom fram í máli Davíðs að í febrúar síðastliðinn hafi Seðlabankinn kynnt stjórnvöldum breska skýrslu þar sem miklum áhyggjum var lýst af hröðum og miklum vexti bankanna.

Þá sagði Davíð að ekki mætti gleyma því að það hefðu ekki verið bara viðskiptabankarnir þrír sem lánuðu viðskiptamönnum fjármagn heldur hefðu sparisjóðir og lífeyrissjóðir gert það sama.

Þá sagði Davíð mikilvægt að aðdragandi kreppunnar yrði rannsakaður. Jafnframt sagði hann að hann myndi segja af sér ef í ljós kæmi að hann hefði brugðist.