Á blaðamannafundi Seðlabankans í gær var Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans spurður út í viðhorf almennings til Seðlabankans sem mælst hefur fremur neikvætt síðustu misseri.

Davíð sagði að þegar verðbólgumarkmið bankans væri 2,5% og verðbólgan 12% þá ættu menn ekki að vera ánægðir með þann árangur sem Seðlabankinn er að ná.

„En við skulum spyrja að leikslokum. Við teljum að það sem við erum að gera hér sé rétt, þó það sé ekki vinsælt í augnablikinu,“ sagði Davíð.