David Cameron, forsætisráðherra Breta, er staddur í Kína þar sem hann reynir að liðka til fyrir fríverslunarsamningi á milli ríkjanna. Með í för eru um 100 leiðtogar úr bresku viðskiptalífi.

Cameron mun meðal annars ræða við Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, um fríverslunarsamning. Evrópusambandið mun svo hefja fríverslunarsamning við Kína eftir áramót.

Meira má lesa um málið á vef BBC.