*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 28. september 2017 10:09

David Friedman hjá frjálslyndum stúdentum

Meðal gesta á ráðstefnu um frelsi í HR á laugardag verður sonur Miltons Friedman, sem mun m.a. ræða Þjóðveldið

Ritstjórn

Margt kunnra ræðumanna verður á ráðstefnu Evrópusamtaka frjálslyndra stúdenta og Samtaka frjálslyndra framhaldsskólanema á Íslandi laugardaginn 30. september. Þar á meðal er prófessor David D. Friedman. Hann er sonur hins áhrifamikla hagfræðings Miltons Friedman, en sjálfur kunnur fyrir róttækar markaðshyggjuskoðanir sínar.

Kallar David Friedman sig anarkó-kapítalista, því að hann telur einstaklinga geta með frjálsum viðskiptum leyst úr flestum eða öllum sínum málum. Friedman hefur mikinn áhuga á miðaldasögu og hefur meðal annars skrifað greinar um íslenska þjóðveldið.

Á ráðstefnunni ræðir dr. Daniel Mitchell rökin fyrir skattalækkunum og prófessor Edward Stringham lýsir hlutverki frumkvöðla í frjálsu atvinnulífi. Nokkrir aðrir ræðumenn kynna hreyfingu frjálslyndra stúdenta og helstu sjónarmið. Ráðstefnan er haldin í stofu V101 í Háskólanum í Reykjavík frá kl. 11 til 16. Allir eru velkomnir, á meðan húsrúm leyfir. Skráningargjald er 1.000 kr., og er í því innifalið kaffi, hádegisverður, kvöldfögnuður og bækur.    

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is