*

föstudagur, 21. febrúar 2020
Fólk 21. ágúst 2019 11:57

Davíð hættur hjá Guide to Iceland

Forstjóri Guide to Iceland hefur látið af störfum eftir einungis 10 mánuði í starfi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Davíð Ólafur Ingimarsson hefur látið af störfum sem forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland. Þetta kemur fram í ViðskiptaMogganum þar sem Davíð staðfestir brotthvarf sitt. Davíð hefur gengt starfi forstjóra Guide to Iceland síðustu 10 mánuði en hann var áður fjármálastjóri fyrirtækisins. 

Áður en hann gekk til liðs við Guide to Iceland starfaði hann meðal annars sem fjármálastjóri Grennqloud (nú NetApp Iceland), yfirmaður lánamála og sjóðastýringar hjá Landsvirkjun auk þess að hafa setið í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.