Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur nú tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Þetta segir hann í viðtali við Sprengisand. Hann segir að reynsla sín og þekking gæti fallið vel að þessu starfi. Fréttin verður uppfærð.

Davíð segist munu hverfa í sumarleyfi frá ritstjórnarstörfum á Morgunblaðinu til þess að geta sinnt kosningabaráttu til embættisins. Hann snerti á því að samband sitt við Ólaf Ragnar væri gott en að á stundum hefði hann verið ósáttur við það sem sitjandi forseti hefði gert.

Neitunarvald forsetans telur Davíð að hafi ekki verið misnotað. Þó hafi sitjandi forsetar til þessa haft mismunandi skoðanir á því hvort þeim stæði í raun til boða að nota neitunarvaldið. Hann telur þó að allir sem embættinu hafa gegnt hafi farið varlega með notkun neitunarvaldsins.

„Langstærstur hluti þjóðarinnar þekkir mig mjög vel - og þekkir mína galla. Ef þú lítur á mig sem fasteign þá hef ég enga falda galla," segir Davíð.