*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 8. maí 2013 12:15

Davíð og Sigurgeir til H.F. Verðbréfa

Davíð Gunnarsson hefur verið ráðinn í verðbréfamiðlun H.F. og Sigurgeir Guðlaugsson í fyrirtækjaráðgjöfina.

Ritstjórn

H.F. Verðbréf hafa ráðið tvo nýja starfsmenn á vormánuðum. Davíð Gunnarsson var ráðinn í verðbréfamiðlun til þess að sinna hlutabréfamiðlun og Sigurgeir Guðlaugsson var ráðinn í fyrirtækjaráðgjöf.

Davíð hefur starfað sem sölu- og markaðsstjóri Dohop undanfarin fjögur ár en hann var áður hjá Kaupþingi í greiningardeild, eigin viðskiptum og fjárfestatengslum. Hann er þriggja barna faðir og er giftur Nínu Björg Arnbjörnsdóttur.

Sigurgeir hefur starfrækt ráðgjafafyrirtækið Citalfort Consulting undanfarin fjögur ár en hann var áður framkvæmdastjóri Actavis Pharma Holding og Novator Healthcare. Hann vann einnig hjá FBA og síðar ÍslandsbankaFBA. Sigurgeir er kvæntur Þórunni Bolladóttur og eiga þau þrjá syni.