*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Fólk 10. febrúar 2019 10:38

Davíð Rúnar nýr markaðsstjóri

Nýr markaðsstjóri Glerártorgs á Akureyri, Davíð Rúnar Gunnarsson hefur rekið Viðburðarstofu Norðurlands lengi.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Eik rekstrarfélag hefur ráðið Davíð Rúnar Gunnarsson sem markaðsstjóra og fyrirtæki hans, Viðburðastofu Norðurlands til að sinna markaðsmálum verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs á Akureyri. Segja má að starfið sé komið heim norður þar sem markaðsstjórar Glerártorgs hafa hingað til verið búsettir á höfuðborgarsvæðinu og því sætir ráðningin nokkrum tíðindum.

„Ég er mjög spenntur fyrir starfinu og að fá að kynnast fjölbreyttri starfsemi fyrirtækja á torginu og fólkinu sem þar starfar, sem ég þekki þó reyndar flest,“ segir Davíð Rúnar, sem flestir þekkja sem Dabba Rún. Davíð er þaulreyndur í markaðsmálum og hefur verið áberandi í viðburðarlífinu á Akureyrarsvæðinu í áratugi segir í fréttatilkynningu um ráðninguna.

Davíð Rúnar hefur rekið Viðburðarstofu Norðurlands undanfarin ár og mikið komið að markaðsstarfi viðburða og fyrirtækja í gegnum tíðina. Á Glerártorg koma árlega yfir 1,5 milljónir viðskiptavina árlega og er Glerártorg stærsta verslunarmiðstöð utan höfuðborgarsvæðisins. Verslunin er með yfir 36 verslanir, veitingastaði, læknastofur, tannlækna og blóðbanka.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is