*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 18. október 2017 11:14

Davíð Stefánsson og Þórhallur til Akta

Akta sjóðir hf. hafa fengið til sín tvo nýja starfsmenn, þá Davíð Stefánsson og Þórhall Ásbjörnsson.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Davíð Stefánsson gekk nýverið til liðs við félagið Akta Sjóði hf, en hann starfaði áður hjá PJT Partners í London sem sérhæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf og ráðgjöf í fjárhagslegri endurskipulagningu. Þar áður starfaði Davíð í fyrirtækjaráðgjöf Straums fjárfestingabanka og í fyrirtækjaráðgjöf og greiningardeild Arion banka. Davíð hefur lokið B.Sc. námi í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í alþjóðafjármálum frá HEC Paris. 

Fyrr á árinu gekk Þórhallur Ásbjörnsson til liðs við Akta sjóði. Þórhallur starfaði áður hjá Gildi lífeyrissjóði sem sérfræðingur í eignastýringu. Þar áður starfaði hann í greiningardeild Arion banka og forvera hans við efnahagsgreiningu. Þórhallur er með B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands.

 

Um Akta sjóði

Akta sjóðir hf. er rekstrarfélag verðbréfasjóða sem er rekið í samstarfi við Kviku banka hf. Akta annast rekstur og stýringu verðbréfa-, fjárfestinga- og fagfjárfestasjóða fyrir hönd viðskiptavina sinna. Félagið er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki sem á rætur að rekja til ársins 2013 og byggir á grunni sjóðastýringar innan forvera Kviku segir í fréttatilkynningu.

Akta rekur þrjá fagfjárfestasjóði og fjóra verðbréfa- og fjárfestingasjóði. Akta leggur áherslu á virka sjóðastýringu þar sem sjóðstjórar eru meðfjárfestar í þeim sjóðum sem þeir stýra. Örn Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Akta, en hann hefur 20 ára reynslu á fjármálamarkaði. Stjórn Akta skipa Arna Grímsdóttir, Agla Elísabet Hendriksdóttir og Anna Rut Ágústsdóttir.