Davíð Stefánsson gekk nýverið til liðs við félagið Akta Sjóði hf, en hann starfaði áður hjá PJT Partners í London sem sérhæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf og ráðgjöf í fjárhagslegri endurskipulagningu. Þar áður starfaði Davíð í fyrirtækjaráðgjöf Straums fjárfestingabanka og í fyrirtækjaráðgjöf og greiningardeild Arion banka. Davíð hefur lokið B.Sc. námi í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í alþjóðafjármálum frá HEC Paris.

Fyrr á árinu gekk Þórhallur Ásbjörnsson til liðs við Akta sjóði. Þórhallur starfaði áður hjá Gildi lífeyrissjóði sem sérfræðingur í eignastýringu. Þar áður starfaði hann í greiningardeild Arion banka og forvera hans við efnahagsgreiningu. Þórhallur er með B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Um Akta sjóði

Akta sjóðir hf. er rekstrarfélag verðbréfasjóða sem er rekið í samstarfi við Kviku banka hf. Akta annast rekstur og stýringu verðbréfa-, fjárfestinga- og fagfjárfestasjóða fyrir hönd viðskiptavina sinna. Félagið er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki sem á rætur að rekja til ársins 2013 og byggir á grunni sjóðastýringar innan forvera Kviku segir í fréttatilkynningu.

Akta rekur þrjá fagfjárfestasjóði og fjóra verðbréfa- og fjárfestingasjóði. Akta leggur áherslu á virka sjóðastýringu þar sem sjóðstjórar eru meðfjárfestar í þeim sjóðum sem þeir stýra. Örn Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Akta, en hann hefur 20 ára reynslu á fjármálamarkaði. Stjórn Akta skipa Arna Grímsdóttir, Agla Elísabet Hendriksdóttir og Anna Rut Ágústsdóttir.