Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er tekjuhæsti fjölmiðlamaður landsins. Tekjur hans námu að jafnaði rúmum 5,7 milljónum króna á mánuði samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra. Davíð fær þó einnig greidd eftirlaun frá ríkinu, meðal annars vegna starfa hans sem forsætisráðherra og þingmaður.

Morgunblaðið á einnig fulltrúa í næsta sæti listans, en það er Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins og framkvæmdarstjóri Árvakurs. Tekjur hans námu að jafnaði tæpum 4,4 milljónum króna á mánuði. Lista yfir tíu tekjuhæstu fjölmiðlamennina má finna hér að neðan.

Tíu tekjuhæstu fjölmiðlamennirnir árið 2017

  1. Davíð Oddsson, ritstj. Mbl. 5.709
  2. Haraldur Johannessen, frkvstj. Árvakurs 4.361
  3. Björn Ingi Hrafnsson, fv. útgefandi Vefpressunar og DV 2.501
  4. Logi Bergmann Eiðsson, fréttam. Árvakur 1.780
  5. Kristín Þorsteinsdóttir, ritstj. Fréttablaðsins 1.716
  6. Sigurður Már Jónsson, fyrrv. upplýsingafulltr. ríkisstj. 1.549
  7. Björgvin Guðmundsson, almannatengill, KOM 1.384
  8. Egill Óskar Helgason, dagskrárgerðarm. RÚV 1.296
  9. Páll Ketilsson, eigandi Víkurfrétta 1.275
  10. Auðunn Blöndal, fjölmiðlam. og skemmtikr. 1.274

Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjur á árinu 2017 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa á fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði.