Davíð Sigurjónsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í lánamálum hjá Seðlabanka Íslands. Verkefni Davíðs snúa aðallega að erlendri lánsfjármögnun ríkissjóðs ásamt greiningu á sviði lánamála.

Davíð var sérfræðingur hjá eftirlitsnefnd Alþingis um sértæka skuldaaðlögun á árinu 2012.

Hann hefur gegnt margvíslegum störfum hjá Sparisjóði vélstjóra, Sparisjóðabanka Íslands og Sparisjóðnum í Keflavík.

Davíð lauk BS-prófi í hagfræði árið 1993.