*

þriðjudagur, 14. júlí 2020
Fólk 19. febrúar 2019 12:34

David Young til liðs við Tjarnargötuna

Nýr listrænn stjórnandi á framleiðslustofunni Tjarnargatan, starfaði áður fyrir Cintamani og Nikita.

Ritstjórn
David Young er þriggja barna faðir.
Rut Sigurðardóttir

David Young hefur tekið stöðu listræns stjórnanda á framleiðslustofunni Tjarnargatan, en alls sóttu um annað hundrað manns um stöðuna.

David hefur undanfarin þrjú ár gengt stöðu listræns stjórnanda og yfirhönnuðar hjá Cintamani og stýrt umbreytingu þess vörumerkis svo um munar. Þar á undan starfaði hann sem hönnuður og listrænn stjórnandi í um níu ár hjá hinu alþjóðlega vörumerki Nikita

„Ég er mjög spenntur að ganga til liðs við Tjarnargötuna og leggja hönd á plóg. Við viljum bæta og  besta allt það efni sem við framleiðum, hvort sem það er fyrir netheima eða raunheima,” segir David.

„Góð hugmynd verður þannig margfalt verðmætari og líklegri til að skila marktækum og mælanlegum árangri. Hönnun, hugmyndavinna og árangur er jú sitthvort höfuðið á sömu skepnunni.“

David á þrjú börn með stílistanum Sigrún Ástu Jörgensen þau Líf, George og Bent.