Svissneska fjárfestingafélagið DC Renewable Energy AG hefur skrifað undir kaupsamning á 12,7% hlut fagfjárfestasjóðsins ORK í HS Orku. Móðurfélag DC Renewable Energy, Disruptive Capital Finance er skráð í kauphöllina í Sviss.

DC Renewable Energy hefur um árabil kynnt sér íslenskan orkugeira í gegnum systurfélag sitt, Atlantic SuperConnection, sem sérhæfir sig þróunarverkefnum í orkugeira. Á þessu tímabili hefur félagið séð þau tækifæri sem gætu falist í frekari nýtingu á jarðvarma til orkuframleiðslu á alþjóðavísu og telur fjárfestingu í HS Orku því góðan fjárfestingarkost til lengri tíma.

DC Renewable Energy telur þörf á tafarlausum aðgerðum í loftslagsmálum og vil taka þátt í að vinna gegn neikvæðum áhrifum loftlagsbreytinga. Að mati DC Renewable Energy verður það best gert  með aukinni notkun á grænni orku á heimsvísu. Nýting jarðvarma getur, að mati fyrirtækisins, verið lykilþáttur í að auka hlut orkugjafa sem lágmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Sú staðreynd að HS Orka er meðal fremstu fyrirtækja í heimi hvað varðar þekkingu á nýtingu jarðvarma, hefur hæft stjórnendateymi og öfluga ábyrga hluthafa, eru ráðandi þættir í ákvörðun um fjárfestinguna í fyrirtækinu. Þá vekur forystuhlutverk fyrirtækisins í tækniþróun í þessum geira, m.a. með aðkomu að IDDP-2 djúpborunarverkefninu, vonir um enn frekari möguleika til nýtingar jarðvarma víða um heim.