*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 21. nóvember 2013 09:31

Lykilatriði að ríkið tók ekki yfir einkaskuldir

Már Guðmundsson seðlabankinn segir að kreppan hefði orðið mun verri ef einkaskuldum hefði verið breytt í skuldir hins opinbera.

Edda Hermannsdóttir
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Haraldur Guðjónsson

Ég er ekkert viss um það að þegar þetta verður skoðað nánar að fall bankanna var ekki mestu hnykkurinn á íslenskt efnhagslíf, sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, á peningamálafundi Viðskiptaráðs í morgun. Hann sagði að fall þeirra hefði vissulega þungt högg en að það hefði farið illa þótt þeir hefðu ekki fallið. Mikilvægara sé að átta sig á því hvert var eðli vandans og hvað átti að gera.

„Þó bankarnir hafi ekki verið mesta áfallið hefðum við getað magnað það upp ef við hefðum breytt einkaskuldum í skuldir hins opinbera. Hvað hefði gerst þá? Það er lykilatriði að það var ekki gert,“ sagði Már á fundinum. Jafnframt sagði Már að það væri ekki rétt að halda því fram að Íslendingar hefðu látið íslensku bankana fara á hausinn. Þvert á móti hefði bankakerfinu verið bjargað og innlendri bankastarfsemi verið haldið áfram. Ef það hefði ekki verið gert þá hefði kreppan orðið verri.