Breska vöruhúsið Debenhams er farið í greiðslustöðvun. Viðskipti með bréf í félaginu voru stöðvuð áður en markaðir í London opnuðu í morgun.

Saga Demenhams spannar þrjár aldir og hálfri slíkri betur. Sagt hefur verið frá rekstrarerfiðleikum keðjunnar reglulega undanfarið. Í fyrra sendi félagið frá sér þrjár afkomuviðvaranir og stefnt var að því að fækka verslunum um fimmtíu næstu ár til að hagræða í rekstri.

Mike Ashley, eigandi keðjunnar Sports Direct, á tæplega þriðjungs hlut í félaginu en í gær bauðst hann til að stækka hlut sinn í því til að koma því fyrir vind. Tilboðinu, sem hljóðaði upp á 150 milljónir punda, var hafnað. Mögulegt er að Ashley muni snúa aftur með nýtt tilboð en áætlað er að það verði lægra í ljósi greiðslustöðvunarinnar.

Á árunum fyrir hrun átti Baugur hf. og félög tengd Baugi ríflega tíu prósent hlut í Debenhams.