*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Innlent 15. apríl 2009 22:49

deCODE frestar afborgunum á skuldabréfi

Ritstjórn

deCODE genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, hefur ákveðið að nýta sér heimildarákvæði og taka sér 30 daga greiðslufrest á afborgunum vegna skuldabréfaflokks útgefnum af félaginu.

Um er að ræða skuldabréf með breytirétti og eru þau með gjalddaga á þriggja mánaða fresti.

Félagið nýtti sér einnig heimild til frestunar afborgana þessara bréfa á síðasta gjalddegi en greiddi innan 30 daga frests. Ekki fæst uppgefið hverjir eiga bréfin né hve stór flokkurinn er.