DeCode hefur borist viðvörun frá Nasdaq um það að markaðsvirði bréfa í fyrirtækinu hafi verið undir 50 milljónum bandaríkjadala tíu daga í röð, en það er lágmark þess sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til þess að vera skráð í Nasdaq Global Market.

DeCode hefur því verið sett á athugunarlista hjá Nasdaq.

Fyrirtækið fékk 30 daga frest til þess að bjarga málum og koma virði þess yfir 50 milljónir bandaríkjadala. Ef deCode uppfyllir ekki skilyrði markaðarins fyrir 30. október þá mun félagið vera skráð út af Nasdaq.