*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Innlent 1. apríl 2009 10:52

deCode tapaði 80,9 milljón dölum á síðasta ári

minna tap en árið áður

Ritstjórn

Tap deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar nam á síðasta ári 80,9 milljónum Bandaríkjadala samanborið við tap upp á 95,5 milljónir dala á sama tíma árið áður. Þar af tapaði félagið 18 milljónum dala á fjórða ársfjórðungi síðasta árs samanborið við 32,4 milljónir dala árið áður.

Tapið fyrir árið í heild nemur því um 1,32 dölum á hvern hlut samanborið við 1,57 dali árið áður.

Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu frá deCode. Þar kemur fram að við árslok var lausafé félagsins um 3,7 milljónir dala samanborið við 64,2 milljónir dala árið áður en samkvæmt tilkynningunni verður þetta fé notað vegna yfirstandandi verkefna.

Í byrjun þessa árs nam sala eigna um 11 milljónum dala sem félagið hefur einnig notað til núverandi verkefna.

Tekjur félagsins á síðasta ári námu 58,1 milljón dala samanborið við 40,4 milljónir dala árið áður. Tekjur félagsins á fjórða ársfjórðungi námu 16,1 milljón dala samanborið við 13,3 milljónir á sama tíma árið áður.