deCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, tapaði 16,2 milljónum dollara (milljarði króna) á öðrum ársfjórðungi 2007, samanborið við 18,3 milljónir dollara (1,2 milljarða króna) á sama tíma fyrir ári. Tekjur fjórðungsins námu 7,6 milljónum dollara (478 milljónum króna), samanborið við 10,4 milljónir dollara (654,6 milljónir króna) á sama tíma fyrir ári. Heildaeignir námu 202,9 milljónum dollara (12,8 milljörðum króna) á fjórðungnum, samanborið við 215,6 milljónir dollara (13,6 milljarða króna).