Brynjar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs innstæðueiganda og fjárfesta (TIF), segir óvissu ríkja um innistæðudeild B vegna deilu sem enn er í gangi við Breta og Hollendinga og tengist útgreiðslum vegna Icesave.

Þann 8. september 2011 tók stjórn TIF ákvörðun um greiðslu úr innstæðudeildinni í kjölfar hruns íslensku bankanna í október 2008 og síðar. Hollenski seðlabankinn og breski tryggingasjóðurinn skiluðu inn athugasemdum vegna ákvörðunarinnar. Frá þeim tíma hefur TIF átt í viðræð- um við Bretana og Hollendingana og leitast við að skýra sjónarmið TIF.

Erlendu sjóðirnir hafa lýst þeirri skoðun að þau skilyrði sem sett eru af hálfu Tryggingasjóðsins fyrir greiðslu séu ekki í samræmi við íslensk lög en TIF segir svo vera.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .