Það er enginn löglega með áskrift af SKY á Íslandi enda þarf alltaf að fara framhjá áskriftarskilmálum SKY til að geta verið með áskrift hér á landi,“ segir meðal annars í bréfi sem Smáís, Samtök myndrétthafa á Íslandi, birtu á heimasíðu sinni fyrr í vikunni.

Einkaaðilar í rétti
Hallur Ólafur Agnarsson, eigandi Satís, sem selur áskriftarpakka að SKY hér á landi, segir að hann líti svo á að einkaaðilar sem kaupi áskrift að SKY hér á landi séu í fullum rétti. „Þegar barir kaupa áskrift og sýna til hundruð manna þá er það ekki eins löglegt. Þú þarft alltaf að greiða meira fyrir það,“ segir Hallur um muninn á milli þess að kaupa áskrift til einkanota og opinberra sýninga.

Hallur segir að fundað hafi verið með Smáís í byrjun ársins en að búast megi við að farið verði yfir málið aftur í ljósi undangenginna auglýsinga Smáís. Niðurstaða fundanna með Smáís hafa verið á þá leið að Satís standi löglega að sinni starfsemi samkvæmt Halli en hann segir það sérstakt að sjá umræddar yfirlýsingar frá Smáís sem birtar hafa verið að undanförnu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.