Mál Eignasafns Seðlabanka Íslands gegn Sparisjóðabankanum, áður Icebank, verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Slitastjórn Sparisjóðabankans hafnaði samtals um 215 milljarða kröfum Seðlabanka Íslands í bú Sparisjóðabankans.

Kröfurnar má rekja til endurhverfra viðskipta sparisjóðabankans vegna lána til föllnu bankanna þriggja, Kaupþings, Landsbankans og Glitnis, fyrir hrun. Slitastjórnin byggði neitun sína á því að stjórnendur Seðlabankans hefðu ekki upplýst Sparisjóðabankann um slæma stöðu viðskiptabankanna.