Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að greiðslustöðvun, sem verður að veruleika ef greiðsluþak bandaríska ríkisins mun ekki hækka fyrir 17. Október, geti haf hrikalegar efnahagslegar afleiðingar.

Ráðuneytið segir, í skýrslu sem kom út í gær, að þetta myndi leiða til hærri vaxta, minni fjárfestingar og draga myndi úr hagvexti.

Deilan um efnahagsmál i Bandaríkjunum vekur alþjóðlega athygli. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur meðal annars sagt að mikilvægt sé að bandarískir stjórnmálamenn nái samstöðu í málinu og hækki skuldaþakið.

Stjórn Baracks Obama hefur viljað hækka skuldaþakið. Repúblikanar í öldungadeild þingsins eru aftur á móti ósammála því nema að til komi nauðsynlegur niðurskurður.