*

laugardagur, 25. janúar 2020
Innlent 20. apríl 2017 09:59

Deildu um stjórnarhætti fyrirtækja

Herdís D. Fjeldsted, fyrrverandi stjórnarmaður í VÍS, segir að traust hafi skort innan stjórnarinnar.

Ritstjórn
Styrmir Kári

Herdís D. Fjeldsted, sem sagði sig úr stjórn VÍS fyrir skemmstu, segir í viðtali við Morgunblaðið að ástæðu afsagnarinnar megi rekja til ólíkrar sýnar hennar og núverandi stjórnarformanns félagsins á stjórnarhætti skráðra og eftirlitsskyldra fyrirtækja. Sú ólíka sýn hafi leitt til skorts á trausti milli aðila.

„Það kom í ljós að við höfum mjög ólíka sýn á vinnubrögð og stjórnarhætti. Þar vísa ég sérstaklega til þeirra valdmarka sem ég tel að séu til staðar á vettvangi stjórna skráðra og eftirlitsskyldra fyrirtækja,“ segir Herdís meðal annars í samtalinu.

Stikkorð: VÍS Herdís Fjeldsted