Björgólfur Thor Björgólfsson stendur við orð sín, segir Ásgeir Friðgeirsson talsmaður Björgólfsfeðga, og vísar þar til þeirra ummæla Björgólfs Thors í Kompás- þætti Stöðvar 2 fyrr í vetur um að óskað hafi verið eftir 200 milljóna punda fyrirgreiðslu frá íslenskum stjórnvöldum svo hægt yrði á fimm dögum að færa Icesave-reikninga Landsbankans undir breska lögsögu.

Ekki kom fram í þættinum hvernig beiðninni var komið á framfæri við íslensk stjórnvöld, né heldur til hverra nákvæmlega, og vill Ásgeir ekki upplýsa það í samtali við Viðskiptablaðið. Það verði að koma í ljós síðar.

Þó er ljóst að Seðlabankinn fékk beiðni frá Landsbankamönnum, sem dagsett var 6. október, en Seðlabankinn segir í tilkynningu frá því fyrr í vetur að í henni hafi hvergi verið minnst á flýtiafgreiðslu breska fjármálaeftirlitsins.

Í beiðninni hafi Landsbankinn á hinn bóginn farið fram á 200 milljóna punda fyrirgreiðslu.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .