*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Erlent 30. maí 2016 12:36

Deilt um áhrif útgöngu á efnahag

Umdeilt er hvort Bretland geti verslað án vandkvæða við umheiminn eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Fyrrum forstjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, segir að heimsviðskiptareglur stofnunarinnar muni ekki duga Bretlandi án þess að efnahagur landsins beri skaða af, kjósi þeir að yfirgefa Evrópusambandið.

Vann fyrir ESB að markaðsregluverki 

Breskir kjósendur ganga að kjörborðinu 23. júní næstkomandi, tveim dögum fyrir forsetakosningarnar hér á landi, um hvort Bretland eigi að yfirgefa sambandið.

Petur Sutherland var forstjóri stofnunarinnar við stofnun þess en á níunda áratugnum vann hann fyrir Evrópuambandið að sameiginlegum markaði sambandsins.

Aðildarríki versla samkvæmt reglum stofnunarinnar

Gerard Lyons hjá hópi hagfræðinga sem eru hlynntir útgöngu Bretlands svarar forstjóranum fyrrverandi og segir að Bretland geti yfirgefið Evrópusambandið og verslað án vandkvæða samkvæmt reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar: „hann er bara að draga eigin ályktanir“.

Alþjóðaviðskiptastofnunin hefur umsjón með mörgum samningum sem skilgreina þær reglur sem gilda um viðskpti aðildarríkja sinna.

Stikkorð: ESB Bretland WTO Brexit
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is