Hæstiréttur Bandaríkjanna mun á morgun taka til meðferðar mál fyrrverandi forstjóra kauphallarinnar í New York, en forstjórinn hlaut 187,5 milljónir dollara í starfslokasamning árið 2003. Reuters segir frá þessi.

Aðalsaksóknari í málinu krefst þess að Richard Grasso skili stærstum hluta fjárhæðarinnar til baka. Verjendur telja hins vegar upphæðina hafa verið sanngjarna. Þess má geta að sá sem kærði upphaflega var þáverandi saksóknari, Eliot Spitzer. Spitzer hefur síðar gegnt stöðu ríkisstjóra New York, en sagði af sér nýverið vegna hneyklismáls tengdu vændi.

Meðal þeirra sem gætu borið vitni eru fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Henry Paulson, fyrrverandi stjórnarformaður Bear Stearns, James Cayne og áðurnefndur Spitzer.

Lægra dómstig sýknaði Grasso af öllum kröfum í maí á síðasta ári. Saksóknari vill að Grasso skili 100 milljónum dollara.

Grasso gegndi forstjórastöðu kauphallarinnar í New York þegar rekstrarfélag hennar var almenningshlutafélag.