Eins og greint var frá í byrjun mánaðarins ákváð stjórn Barnes & Nobles að selja keðjuna, sem er stærsti bóksali heims.

Nú hafa sprottið upp deilur milli tveggja stærstu hluthafanna, stjórnarformannsins Leonard Riggio sem vill yfirtaka félagið, og milljarðamæringsins Ron Burkle. Burkle hefur sakað Riggio um að stjórna félaginu með eigin hagsmuni að leiðarljósi en ekki allra hluthafa.

Þessar deilur eru taldar minnka líkur á að það takist að selja keðjuna. Uppgjör Barnes & Noble fyrir 1. ársfjórðung þessa árs (apríl -júlí) verður kynnt næstkomandi þriðjudag.

Félagið sendi frá sér afkomuviðvörun í júní, en sérfræðingar telja að það muni tapa um 0,8-1,1 dal á hlut.