Miklar deilur hafa staðið milli stjórnar Kaupfélags Kjalarnessþings við núverandi og fyrrverandi félagsmanna þess. Félagið á fasteignir í hjarta Mosfellsbæjar, ásamt leigulóðarrétti við Háholt 16-24. Þetta kemur fram í Viðskiptamogganum .

Deilurnar snúast meðal annars um í aðdraganda aðalfundar voru nöfn tuga félagsmanna afmáð úr félagaskrá og tillaga lög fyrir fundinn um að slitastjórn yrði skipuð yfir félaginu.

Einn þeirra sem færður var af félagaskránni segir í viðtali við Morgunblaðið að ákvörðun félagsins að slíta félaginu sé ólögleg þar sem að ekki hafi verið boðið til löglegs aðalfundar. Rekstur félagsins hefur ekki verið góður undanfarin ár og hefur það skilað tapi frá 2007.

Stjórnarmenn segja hins vegar að viðkomandi félagsmenn hafi verið teknir af félagaskrá þar sem að þessir aðilar hafi verið brottfluttir, látnir eða ekki hafi verið hægt að sýna fram á að þeir hafi greitt inntökugjald í félagið.