Hlutabréfaverð á heimsendingarþjónustunni Deliveroo féllu um 31% í fyrstu viðskiptum eftir að skráningu félagsins í kauphöllina í London í morgun. Bloomberg segir þetta versta upphaf viðskipta hjá nýskráðu félagi á Bretlandi í áratugi.

Í frumútboði félagsins voru bréfin metin á 390 penní, og voru við neðra bil uppgefins útboðsgengisins á hlut en standa nú í 281 penníi á hlut og hefur lækkunin gengið til baka að hluta. Viðskipti með bréfin voru tvívegis stöðvuð í morgun vegna falls bréfanna.

Félagið hefur reynst umdeilt. Mörg af stærstu eignastýringafyrirtækjum Bretlands, hafa hafnað því að kaupa í félaginu vegna meðferð á sendlum félagsins, sem starfa allir í verktakar. Sendlar fyrirtækisins hafa boðað til mótmæla í næstu viku og krefjast betri kjara.

Tímasetning skráningarinnar er sögð óheppileg þar sem nú sést til lands í faraldrinum. Áhugi fjárfesta sé að færast frá vaxtafélögum sem gengið hefur vel á meðan strangar samkomutakmarkanir hafa verið við lýði.

Félagið var metið á 7,6 milljarða punda, um 10,5 milljarða dollara og var stærsta skráning í í kauphöll á Bretlandi í áratug. Við opnun markaða þurrkaðist 2,28 milljarða punda af markaðsvirði félagsins, þó lækkunin hafi gengið til baka að hluta síðan þá.

Verðfallið þykir áfall fyrir bæði breskan og evrópska hlutabréfamarkaði í samkeppninni við bandaríkin um félög sem eiga kost á því á að skrá sig á markað beggja vegna Atlantshafsins. Sér í lagi hafa Bretar vonast eftir því að laða tæknifyrirtæki á markaðinn sem hingað til hafa mörg hver valið kauphallir í New York og Hong Kong umfram London.

Þrátt fyrir metveltu í heimsfaraldrinum var félagið rekið með tapi á síðasta ári en, Will Shu, stofnandi félagsins hefur sagt að stefnan verði sett á vöxt umfram hagnað næstu árin.

Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfesti í félaginu árið 2016 þegar það var metið á um einn milljarða dollara. Því hefur fjárfesting félagsins engu síðar margfaldast þrátt fyrir verðfallið.